Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7879 svör fundust

Er æskilegt að urða lífrænan heimilisúrgang eins og matarúrgang?

„Nei“ er stutta svarið við þessari spurningu. Frá umhverfislegu sjónarmiði er urðun lífræns heimilisúrgangs (lífúrgangs) aldrei æskileg og reyndar ekki urðun annarra úrgangsflokka heldur. Fyrir þessu eru í aðalatriðum tvenns konar rök: 1. Auðlindarök Þegar efni er urðað er verið að taka úr umferð allar þær auð...

Nánar

Hvers konar glóð er átt við þegar við fáum glóðarauga?

Orðið glóðarauga er sett saman úr orðunum glóð ‘eldur sem hefur læst sig gegnum eldsneyti en bálar ekki eða skíðlogar’ og auga. Glóðarauga fær merkingu sína ‘auga marið eða blóðhlaupið eftir högg’ vegna litarins sem þykir minna á glóð í eldstæði sem kemur fram í ýmsum litarafbrigðum eins og mar í kringum auga. ...

Nánar

Hversu miklu eldsneyti eyða fólksbílar á Íslandi á ári?

Samkvæmt skýrslu Samgönguráðuneytisins, Samgöngur í tölum 2003, voru fólksbílar á Íslandi 161.721 talsins árið 2002. Sú tala er fyrir neðan svonefnt mettunarmark, 600 bíla á hverja 1.000 íbúa, en samkvæmt því hefðu bílar átt að vera 174.000 talsins árið 2002. Í sömu skýrslu kemur fram að meðaleyðsla bíls á Ísla...

Nánar

Er hægt að eyða úrani, eins og stundum heyrist sagt í fjölmiðlum?

Einfalda svarið við spurningunni er að það er ekki hægt að eyða úrani en það segir samt ekki alla söguna. Þess vegna er svarið við þessari spurningu í tveimur liðum. Einfalda svarið Líklega hefur spyrjanda komið spánskt fyrir sjónir að íslenskum fjölmiðlum verður stundum tíðrætt um að menn ætli að eyða úrani e...

Nánar

Hvað þýðir oktantala í bensíni og hvaða máli skiptir hún?

Oktantala er mælikvarði á gæði bensíns með tilliti til minnkandi högghljóða (banks) í brennslustrokkum véla samfara bruna eldsneytisins. Í bensínknúnum vélum er eldsneytisúða blandað saman við loft í þar til gerðum strokkum. Gasblöndunni er því næst þjappað saman með bullum. Þegar hámarksþjöppun er náð er kveik...

Nánar

Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns?

Það er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða. Á vef Orkuseturs er til dæmis að finna ágætar ábendingar þess efnis og eru þær birtar hér með góðfúslegu leyfi. Forðist öfgar í aksturlagi Ef aksturslagið miðast við að taka hratt af stað og snögghemla þá getur eyðslan aukist um all...

Nánar

Fleiri niðurstöður